Karellen
news

Öskudagur 2020

26. 02. 2020

Alltaf er gaman á öskudegi. Allir mæta glaðir og kátir í öskudagsbúningunum sínum og bíða spenntir eftir að koma framm í sal og ská köttinn úr tunnunni og dansa á öskudagsballi.

Í ár voru tveir tunnumeistarar Markús af yngri deildunum og Kristján af eldri deildunum. Báðir voru þeir krýndir sem tunnumeistarar. Markús bauð uppá saltstangi sem komu úr tunnunni með kettinum og Kristján bauð uppá poppkorn.

Eftir fjörugt danspartý borðuðu allir regnbogaskyr.

Gleðilegan öskudag og ef satt er að Öskudagurinn eigi sér 18 bræður þá eigum við von á góðum dögum næstu18 daga.

© 2016 - 2024 Karellen