Ömmu og afa dagur

04. 03. 2019

Börnin í Krakkakoti buðu ömmum sínum og öfum eða bara öðrum ættingjum í heimsókn 28. febrúar s.l.

Það er skemmst frá því að ömmur og afar og eða aðrir sem tengjast börnunum fjörlskylduböndum fjölmenntu í heimsókn í Krakkakot. Frábær mæting og yndislegt að fá að taka á móti svo þakklátum gestum. Börnin buðu gestum sínum upp á kaffi og keinur og svo var öllum gestum boðið að taka þátt í söngstund í salnum en stuðsveitin Fjör ásamt Ástvaldi Traustasyni organista lék undir sönginn.

Við erum svo þakklát fyrir strákana í stuðsveitinni Fjör sem koma og gleðja okkur með nærveru sinni og spilamensku einu sinn í mánuði yfir vetrarmánuðina.


© 2016 - 2019 Karellen