news

Ljósin tendruð á jólatrjánum við Bessastaði

04. 12. 2019

Í gær 3. desember var Ævintýrahópnum boðið til forseta Íslands að Bessastöðum til að vera viðstödd þegar ljósin á jólatrjánum fyrir utan Bessastaði voru tendruð. Hr. Guðni Th. Jóhannessong og Eliza Reid tóku á móti börnunum.

Sungin voru nokkur jólalög við undirleik harmonikku og síðan bauð forsetinn upp á kakó og piparkökur. Alltaf gaman að taka þátt í þessum viðburði með forsetahjónunum.

Það var svoldið mikið myrkur svo myndirnar eru ekki alveg nógu skýrar.

© 2016 - 2020 Karellen