Karellen
news

Krakkakotsleikarnir

28. 06. 2019


"Krakkakotsleikarni"r fóru fram í morgun. Með þeim enduðum við eins mánaðar skipulagt útihreyfiverkefni allra barnanna í leikskólanum. Það hefur verið farið í allskonar útileiki og þrautir. Við höfum bæði verið innan lóðar og utan og þetta endaði í dag með "Krakkakotsleikunum".

Starfsfókið var búið að setja upp allskonar stöðvar og þrautir á leikskólalóðinni sem byrjaði á litla svæðinu fyrir framan Bjarmaland og Óskaland, færðist svo að svæðinu milli Óskalands og Undralands þaðan í gegnum húsið og út á lóðina fyrir framan Heimaland, út á fótboltavöll, út í sandkassa, gegnum rólurnar, upp í kastalann, upp á hól og fyrir neðan hólinn var gengið á stultum, fjársjóður fundinn, hoppað á trampólíni og komið í mark.

Í marki beið medalía sem börnin höfðu sjálf búið sér til og ávaxtabiti. Allir tóku þátt og höfðu mjög gaman að.

© 2016 - 2024 Karellen