Karellen
news

Krakkakot 30 ára

02. 12. 2020

1. desember er afmælisdagur Krakkakots en þann dag fyrir þrjátíu árum var formleg opnun Krakkakakots í núverandi húsnæði. Krakkakot hefur að vísu stækkað mikið síðan skólinn var fyrst opnaður en þá var Krakkakot tveggj deilda tvísetinn skóli þ.e. hópur barna kom fyrir hádegi og annar hópur eftir hádegi. Það var svo í kringum 2000 að skólinn var stækkaður í fjögurra deilda skóla og seinna eða 2004 í sex deilda skóla.

Brörn og starfsfólk gerði sér glaðan dag í dag þar sem ekki var hægt að bjóða gestum í heimsókn. Á öllum deildum var mikið húllum hæ með blöðrum dansi og tónlist. Í hádeginu var pizzu veisla og í kaffinu vöfflu veisla. Í tilefni dagsins voru kennarar búnir að setja listaverk út í glugga svo foreldrar gætum skoðað með börnum sínum brot af því sem þau hafa verið að vinna að undanförnu. Foreldrafélagið gaf öllum börnum fjölnota poka með meriki "Uppeldis til ábyrgðar" og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Við svona tímamót lítur maður gjarnan til baka og getur sagt með stolti að leikskólastarf í Krakkakoti hefur verið farsælt og gott. Leikskólastarfið hefur þróast mikið á undanförnum árum og skólinn orðin hluti af stærri heild leikskóla Garðabæjar.

Okkur er því efst í huga þakklæti á þessum tímamótum, þakklæti fyrir farsælt starf, þaklæti til allra þeirra sem hafa starfað með okkur um lengri eða skemmri tíma, þakklæti til foreldra fyrir farsælt og gott samstarf og síðast en ekki síst þakklæti fyrir öll börnin sem hafa gengið með okkur þennan veg. Börnin eru orðin æði mörg sem hafa gengið leikskólagöngu sína í Krakkakoti og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að ganga þann veg með þeim og hafa fengið að fylgjast með þeim vaxa, þroskast og dafna.

Við erum einnig þakklát fyrir hvað við eigum marga vini og velunnara sem hafa verið okkur trúir í gegnum tíðina.

Stolt og þakklæti er því það sem fyllir hjartað í dag.

© 2016 - 2024 Karellen