Karellen
news

Jólaball

11. 12. 2020

Við erum alveg í skýunum yfir því hversu vel tókst til með jólaballið þetta árið. Það gekk vonum framar þar sem við gátum ekki öll verið í salnum að dansa í kringum jólatréð. Elstu börnin dönsuðu í kringum jólatréð úti við stóra bæjarjólatréð okkar og jólasveinninn hann Giljagaur kíkti í heimsókn til þeirra og dansaði með þeim í kringum jólatréð og færði þeim gjafir. Eftir að því lauk fóru allir inn á leikskólalóðina og fengu heitt kakó og piparkökur.

Yngri börnin þau dönsuðu í kringum jólatréð inni og jólasveinninn kíkti á þau og heilsaði þeim í glugganum og færði þeim gjafir.


Foreldrafélagið var svo elskulegt að aðstoða jólasveininn með jólagjafirnar og börnin voru öll svo þakklát með pakkann sinn.

Í hádeginu fengu allir lambalæri og jólalegt meðlæti og elstu þrjár deildirnar fengu ávastafrostpinna í eftirrétt.

Frábær dagur sem tókst alveg vonum framar. Það er ótrúlegt hvað allir eru lausnarmiðaðir hér í skólanum og finna alltaf aðrar góðar leiðir til að leysa málin.

© 2016 - 2024 Karellen