news

Jólaball

12. 12. 2019


Í morgun var okkar árlega jólaball. Börn og starfsfólk ásam foreldrum yngstu barnanna dönsuðu í kringum jólatréð. Við erum svo lánsöm að eiga góða vini í stuðsveitinni Fjör sem kom og lék undir jólasöngvana. Jólasveinarnir Ketkrókur, Giljagaur og Kertasnýkir komu í heimsókn og dönsuðu með okkur í kringum jólatréð. Eftir dansinn buðu börnin sveinunum inn á deild til sín þar sem þeir færðu þeim jólagjöf.

Í hádeginu fengum við hátíðarmat og ís í desert. Góður og skemmtilegur dagur í dag.

© 2016 - 2020 Karellen