Karellen
news

Höldum Álftanesinu hreinu

25. 02. 2021

Í dag fóru elstu börnin í Krakkakoti í göngutúr og tóku eftir því að það var mikið um rusl á jörðinni og inn í runnum hér í kringum skólasvæðið. Þau komu heim með tvo stóra poka fulla af rusli. Það var áberandi hvað það var mikið af tóbakspúðum og skikarettustubbum hér á skólasvæðinu. Kæru samborgarar hjálpumst að við að halda umhverfinu okkar hreinu og fínu og notum ruslafötur til að kasta ruslinu í. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

Krakkakot er nú að vinna að verkefni um Átthagana í tengslum við Grænfánann og eru að kynna sér örnefni hér á öllu Álftanesinu. Í göngutúrum sínum hafa þau einmitt tekið eftir að við erum ekki nógu dugleg við að halda umhverfi okkar hreinu. Kannski vantar fleiri almenningsruslatunnur hér í kringum skólana og íþróttahúsið?

© 2016 - 2024 Karellen