news

Heimsókn í Álftanesskóla

22. 03. 2021

Loksins fengu elstu börnin okkar að heimsækja Álftanesskóla en það er í fyrsta skipti í vetur sem þau fá að kynnast skólanum sem mun taka við þeim flestum eftir að leikskólagöngunni lýkur.

Þeim var boðið í heimsókn til Nödu í heimilisfræði. Þar bökuðu þau þessar líka dýrindis kökur og fengu að tak með sér smakk heim í poka sem þau fengu að myndskreyta meðan að kökurnar bökuðust. Þetta var mikil upplifun hjá þeim en því miður hafa þau ekki fengið að kynnast Álftanesskóla eins og börnin undanfarin ár hafa gert sökum Covid - 19. Næsta heimsók verður í Frístund eftir páska.

© 2016 - 2021 Karellen