news

Dúó Stemma

12. 03. 2021

Álfaland og Heimaland fóru í skemmtilega heimsókn í Tónlistarskóla Garðabæjar í morgun. Mennignarfulltrúi Garðabæjar Ólöf Breiðfjörð sendi okkur boð um að koma og hlusta á hið frábæra dúó, Dúó Stemma.

Dúó Stemma syngur og leikur á fjölmörg hljóðfæri, bæði hefðbundin og heimatilbúin svo sem hrossakjálka og skyrdósir. Þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari hafa áralanga reynslu af því að virkja ung börn til þátttöku í tónlistarleikhúsi en þau eru fastráðnir hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í dagskránni er saga krumma sögð með tónlist og leikmunum sem heilla alla og veita gleði.

Börn og starfsfólk höfðu hina bestu skemmtun af og þakka kærlega fyrir skemmtilega tónleika.

© 2016 - 2021 Karellen