news

Dansandi börn

12. 04. 2019


Danstímunum með Dagnýju Björk lauk í morgun með danssýningu hjá þremur elstu árgöngum skólans. Það er alveg ótrúlegt hvað börnin eru búin að læra á þessum stutta tíma. Dagný Björk er algjörlega frábær með krökkunum og hafa danstímarnir gengið ákaflega vel. Það er alveg eðlilegt þegar fullur salur er af fólki að horfa að sum barnanna vilji ekki taka þátt í dansinum. Þau eru búin að standa sig frábærlega í danstímunum og það er það sem skiptir máli, að þau njóti þessara tíma. Takk kæru foreldrar og aðrir venslamenn fyrir frábæra mætingu í morgun og takk kæra foreldrafélag fyrir að bjóða börnunum upp á þessa skemmtun.

© 2016 - 2020 Karellen