Karellen
news

Dagur leikskólans 2020

06. 02. 2020


Í dag héldum við upp á dag leikskólans með pompi og prakt í 13. sinn. Við höfum brallað ýmislegt skemmtilegt á þessum degi frá upphafi. Undanfarin ár höfum við þó haldið upp á daginn með mjög svipuðum hætti þ.e. með því að hafa "flæði" í skólanum. Börnin hafa kallað eftir því að við höldum áfram að halda daginn hátíðlegan með þessum hætti og þá eru börnin í aðalhlutverki og þau fá algerlega frjálsar hendur með hvað þau gera og hvað þau stoppa lengi við á hverjum stað og hvort þau komi aftur og aftur á sömu stöðina.

Stöðvarnar okkar í ár voru, ljós og skuggar, vatn og ís, töfrasandur, pappakassar, sköpun með verðlaust efni og málningarlímband, tónlist, hljóðgjafar, dans og borðar, segulkubbastöð, jarðleir, stór hreyfistöð í salnum og jafnvegisstöð. Það má með sanni segja það dagurinn hafi verið vel heppnaður.

Við fengum líka góða gesti í heimsókn í dag, Haldóra Pétursdóttir verkefnastjóri leikskólanna og Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu og menningarsviðs Garðabæjar kíktu í heimsókn til að sjá hvað við vorum að gera í tilefni dagsins.

Einnig komu Guðlaugur og Valborg fulltrúar Garðabæjarlistans í leikskólanefnd Garðabæjar og færðu leikskólanum þessa líka flottu ostakörfu í tilefni dagsins. Eins stóð til að Kid Isak sem keppir í Söngvakeppnin Sjónvarpsins kæmi í heimsókn til okkar en hann var því miður veikur og komst ekki til okkar í dag.


Þeim foreldrum sem hafa gefið sér tíma til að setjast niður með börnunum sínum og taka þátt í litla leiknum okkar í tilefni af degi leikskólans viljum við þakka kærlega fyrir þátttökuna. Frábært að fá jákvæðar orðsendingar frá ykkur og eins ábendingar um hvað má betur fara í leikskólastarfinu.

Við erum ákaflega þakklát og glöð eftir daginn og höldum áfram að skapa ný ævintýri í leikskólanum.

© 2016 - 2024 Karellen