Karellen
news

Dagur leikskólans

05. 02. 2021

Dagur leikskólans er 6 febrúar ár hvert. Þar sem dag leikskólans ber uppá laugardag þetta árið þá höldum við hann hátíðlegan í dag. Sjötti febrúar er merkilegur dagur í sögu leikskólastarfs á Íslandi því það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín. Þetta er í 14. skipti sem deginum er fagnað með formlegum hætti í leikskólum landsins. Einkunnarorð dagsin er alltaf það sama: Við bjóðum góðan dag alla daga!

Það var mikið fjör í Krakkakoti í dag þar sem við héldum upp á dag leikskólans með frjálsu flæði um allann skólann að undanskyldu Óskalandi þar sem nú er aðlögun nýrra barna og deildin því mjög viðkvæm fyrir árleyti.

Þetta var alveg yndislegur dagur og allt gekk svo ljómandi vel allstaðar hljómaði gleðihljóð frá fjörugum börnum.

Við erum mjög stolt af leikskólastarfinu okkar og er leikskólinn alltaf í stöðugri þróun. Margt hefur breyst í áranna rás og við sem höfum starfað lengi í leikskólanum fynnum þessa þróun mjög glöggt og erum stolt yfir að hafa tekið þátt í henni því leikskólastarf á Íslandi stendur vel í samanburði við aðrar þjóðir.

Þess má svo til gamans geta að Orðsporið 2021 var að þessu sinni veitt öllum leikskólum landsins fyrir framúrskarandi starf við erfiðar aðstæður á árinu 2020.

© 2016 - 2024 Karellen