Karellen
news

Dagur íslenskrar tungu

24. 11. 2020

Dagur íslenskrar tungu var haldin hátíðlegur í Krakkakoti líkt og undanfarin ár. En nú breyttum við út af hefðum þar sem við megum ekki koma öll saman í salnum. Í staðin voru allir með sína litlu dagskrá inni á hverri deild og var stundin helguð söng og sögum. Afmælisdagur Lubba ber upp á Dag íslenskrar tungu og héldum við upp á afmæli Lubba á öllum deildum í tilefni dagsins. Lubbi fékk kórónu, skikkju og hásæti til að sitja í. Afmælissöngurinn var sungin fyrir Lubba og á Draumalandi spilaði Helga Guðrún Albertsdóttir starfsmaður í Krakkakoti undir afmælissönginn á þverflautu. Frábærlega vel gert hjá Helgu Guðrúnu.








© 2016 - 2024 Karellen