Karellen
news

Blær bangsi

21. 10. 2020

Í september kom Blær bangsi aftur í Krakkakot úr sumarleyfi. Blær sagðist hafa lent í allskonar ævintýrum í sumarfríinu. M.a. hafði hann lent í því að fá Covid - 19 meðan hann stoppað í London en hann varð ekkert mjög veikur og gat haldið ferð sinni áfram eftir að hafa jafnað sig vel. Til okkar kom hann með flugi frá Ástralíu þangað sem hann fer gjarnan í sumarleyfinu.

Blær er táknmynd vináttu í vináttuverkefni Barnaheilla. Blæ fylgja litlir hjálpabangsar sem ætlaðir eru hverju barni í leikskólanum. Blær og hjálpabangsarnir tákna traust og vináttu og er ætlað að minna börnin á að passa upp á aðra og að vera góður félagi allra.

© 2016 - 2024 Karellen