Karellen
news

Barnaþing í Krakkakoti.

22. 11. 2019

Í tilefni af degi mannréttinda barna 20. nóvember voru handin “Barnaþing” í Krakkakoti. Fundað var með elstu börnum skólans í litlum hópum.Börnin voru undirbún þannig að við settum ákveðnar reglurfyrirfram sem börnunum var ætlað að fylgja. Reglurnar voru, að allir þyrftu að sína hvert öðru virðingu, og leifa einum að tala í einu og ekki grípa fram í. Kennarinn sagði börnunum að allir ættu rétt á að tjá sig og segja sínar skoðanir sama hvað öðrum fyndist.

Börnin sátu í hring og kennari stýrði þinginu. Barnið sem hafði orðið hélt á bangsa sem táknaði að það hefði orðið.

Börnin voru spurð fyrirfram ákveðinna spurning eins og;

  • “Hvað langar þig í í jólagjöf?”
  • “Hver er uppáhalds maturinn þinn í leikskólanum?”
  • “Hvað myndir þú vilja hafa í matinn í leikskólanum sem er aldrei á matseðlinum?”
  • “Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum?
  • “Hvernig líður þér í leikskólanum?”
  • “Er eitthvað sem þér finnst leiðinlegt eða erfitt að gera í leikskólanum?”
  • “Hvað gerir þú ef þér leiðist?”
  • “Hvernig getur þú brugðist við ef þú sérð að einhverjum líður illa?”

Það er skemmst frá því að segja að öll börnin tóku barnaþingið mjög alvarlega og það var mikil prúðmennska á öllum þingunum. Eftir hver barnaþing var boðið upp á veitingar sem var hápunktur fundarins og lesin sagan af drengnum sem átti ekkert nafn.

Niðurstöðurnar:

  • Flesta langar í fjarstýrðan bíl í jólagjöf þá var lítill munur á hvort um stúlkur eða drengi var að ræða. Nokkrir nefndu boxvélmenni, prinsessukastala, turtels og ein stúlka nefndi tréliti.
  • Uppáhaldsmatur flestra var grjónagrautur og á eftir honum soðin fiskur.
  • Flestir vildu að það væri pizza í leikskólanum eða pylsur sem ekki er á matseðlinum.
  • Allir sögðu að þeim findist skemmtilegast að leika sér og leika við vini sína.
  • Allir sögðu að sér liði vel í leikskólanum og það væri gaman í leikskólanum en stundum liði þeim illa ef einhver væri að stríða manni.
  • Flestir nefndu að það væri ekkert erfit eða leiðinlegt í leikskólanum en þrír nefndu að það væri erfitt að vera í samverustundum.
  • Flestir sögðust annað hvort leika við sjálfan sig ef þeim leiddist eða að spyrja mömmu og pabba hvort þau mættu horfa á eitthvað í sjónvarpinu. Nokkrir sögðu að þau færu þá bara og spyrðu einhvern um að koma og leika,
  • Allir sögðu að þeir mundu hjálpa þeim sem þau sæju að liði ílla og fara til kennarans og “segja útaf”.

Leikskólastjóri spurði öll börnin hvort þau gætu bent honum á eitthvað sem hann gæti gert betur í sínu starfi. Nánast öll börnin svöruðu því sama “að hjápla öðrum” og ein stúlkan sagði “að vera hugrökk”. Gott að fá svona ábendingar.

Við erum þakklát fyrir þær niðurstöður sem við sjáum af þessum barnaþingum. Öllum líður vel og öllum börnunum finnst skemmtilegast að leika sér. Við í Krakkakoti leggjum mikið upp úr því að gefa leiknum gott og mikið rými í dagskipulaginu og þarna fengum við staðfestingu á því að halda því áfram því vinnan okkar felst í að mæta þörfum barnanna og búa þeim öruggt og kærleiksríkt umhverfi.


© 2016 - 2024 Karellen