Karellen
news

Aðlögun nýrra barna

18. 02. 2021

Í byrjun árs hófst aðlögun nýrra barna á Óskalandi. Aðlögunin hefur gengið vel og enn er fyrirhugað að þrjú til fjögur börn bætist í hópinn. Það að stíga sín fyrstu skref inn í leikskóla getur verið mjög stórt stökk fyrir eins árs börn að ekki sé talað um lítil börn sem hafa meira og minna verið í verndandi fangi foreldra sinna allt sitt fyrsta ár þar sem Covid faraldurinn hefur geisað og fáir mátt hittast.

Þetta eru sannkallaðar litlar hetjur og aðdáunarvert að fyrlgjast með þeim öðlast öryggi frá degi til dags og byrja að njóta þess að vera með okkur í leikskólanum.

© 2016 - 2024 Karellen