news

Aðlögun barna

20. 08. 2019

Haustinn eru alltaf tími breytinga í leikskólanum. Þá flytjast börn á milli deilda og ný börn koma inn. Aðlögun milli deilda lauk í síðustu viku og gekk vel. Það eiga þó einhverjir eftir að koma til baka úr sumarleyfi og eiga þá eftir þessa aðlögun.

Nýju börnin byrjuðu í svo í aðlögun á mánudaginn. Allir standa sig vel bæði börn, starfsfólk og foreldrar. Við bjóðum nýju börnin okkar og foreldra þeirra hjartanlega velkomin í Krakkakot og hlökkum til samstarfsins.

© 2016 - 2020 Karellen