Náttúruleikskólinn Krakkakot

Árið 1986 hófst rekstur leikskóla í fyrrum Sveitarfélaginu Álftanesi. Leikskólinn er nú orðin einn af leikskólum Garðabæjar með tilkomu sameiningar Garðabæjar og Álftanes áramótin 2012-2013.

Leikskólinn flutti í núverandi húsnæði árið 1990 og hefur síðan þá hefur verið ráðist í stækkun skólans tvisvar sinnum. Leikskólinn fékk nafnið Krakkakot en fékk síðan nafnið Náttúruleikskólinn Krakkakot vegna áherslna í starfi skólans. Náttúruleikskólinn Krakkakot stendur við Skólaveg og er sex deilda leikskóli með um 100 nemendur og 28 starfsmenn að jafnaði.

Leikskólastjóri er Hjördís G. Ólafsdóttir og aðstoðarleikskólastjóri er Laura Hildur Jakobsdóttir.


Áherslur í leikskólastarfinu

Í Náttúruleikskólanum Krakkakoti er starfað samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla sem Menntamálaráðuneytið gefur út. Í gegnum tíðina höfum við þróað með okkur það sem við viljum kalla náttúrustefnu, með það að markmiði að kenna börnunum að umgangast mennina, náttúruna og dýrin með virðingu og væntumþykju. Í ljósi þess höfum við lagt áherslu á umhverfismennt og menntun til sjálfbærni.

Leikurinn er hornsteinn leikskólastarfsins í Krakkakoti. Hinn sjálfssprottni leikur barnsins er hið eðlilega tjáningarform þess og um leið einn mikilvægast þáttur í námi og þroska barnsins. Þar lærir barnið margt sem enginn annar getur kennt því. Barnið þroskast hraðast á leikskólaaldri og sá þroski hefur áhrif á allan seinni lífsferil þess. Leikurinn speglar reynsluheim barnanna, menningu og það samfélag sem þau búa í.

Við vinnum með Uppeldi til ábyrgðar sem okkar uppeldis- og agastefnu.

Sérstaða Náttúruleikskólans Krakkakots hefur um langt árabil verðið dýrahald. Við erum með hænur, kanínur, froska, páfagauka, stórt sjávardýrabúr og fiskabúr inni á deildum skólans. Dýrahaldið auðgar starf leikskólans og hefur vakið athygli.

Skólinn er Grænfánaskóli og í því verkefni er lögð rík áhersla á lýðræði í þeirri vinnu með því að allir taki þátt og fái að láta skoðanir sínar í ljós. Þannig sitja nemendur og kennarar saman fundi og báðir aðilar geta komið sínum skoðunum á framfæri og leita leiða til að komast að sameiginlegri niðurstöðu.

Skólinn er vináttuskóli og vinnum við með Vináttuverkefni Barnaheilla

Við vinnum mikið með markvissa málörvun þar sem börn fá tækifæri til að tjá sig og segja frá sínum upplifunum. Lögð er áhersla á íslenskt mál og leiki með orð. Sólinn vinnur með málörvunarverkefnið Lubbi finnur málbein. Lögð er rík áhersla á söng, þulur og tjáningu með tónlist. Hreyfing og dans er fastur liður í skólastarfinu sem og útivera og vettvangsferðir.
Lögð er áhersla á heimilislegt og þroskavænlegt umhverfi þar sem barnið er í brennidepli.


Myndaniðurstaða fyrir uppbyggingarstefnan VináttanSkólar á grænni grein

© 2016 - 2021 Karellen